Velkomin á ZENZ

ZENZ er fyrsta vottaða umhverfisvæna hárgreiðslustofa í heimi og stærsta keðjan í Danmörku. Í starfi okkar berum við fullkomna virðingu fyrir umhverfinu og heilsunni.

Þjónusta

Gallerí

Ert þú að leita að okkur?

Það sem við getum boðið þér er:

Prósentulaun með kauptryggingu.

Frelsi til að ráða þínum vinnutíma og verðleggja þína þjónustu.

Þú mátt vinna annars staðar!

Við sjáum um reksturinn svo þú getir einbeitt þér að faginu. 

Þú mætir með skærin og græjurnar þínar og við sköffum aðstöðuna.

Við bjóðum fræðslu og þjálfun í umhverfisvænni hársnyrtingu.

 

Vertu með!

Um okkur

Hársnyrtistofan ZENZ Reykjavík er að Njálsgötu 11 í Reykjavík. Stofan er lífræn og umhverfisvæn, með vottun frá Grøn Salon í Danmörku. Vottunin staðfestir að á stofunni eru ekki notuð skaðleg efni sem geta verið ofnæmisvaldandi, hormónaraskandi eða krabbameinsvaldandi.

ZENZ Reykjavík er starfrækt í samstarfi við ZENZ Organic Hairdressing í Danmörku. ZENZ er umhverfisvæn hársnyrtikeðja sem vinnur að bættu vinnuumhverfi fyrir hársnyrta og bættri heilsu viðskiptavina um allan heim. Stofur undir merkjum ZENZ má finna í Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Bandaríkjunum, Hong Kong, Taívan og víðar.

Á stofunni notum við vörur frá ZENZ Organic Products, sem eru svansmerktar, ofnæmisprófaðar og sérhannaðar fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kemískum efnum sem oft er að finna í hárvörum.

Sigríður, eigandi stofunnar, lærði á Monroe og er hársnyrtimeistari.  Hún hefur unnið í Bandaríkjunum og Hollandi og auk þess sótt námskeið í Danmörku, Bretlandi og víðar. Hún tók þátt í sýningunni Salon International í London fyrir hönd John Sahag og Anasazi. Hún vann í Þjóðleikhúsinu og hefur tekið þátt í alls kyns myndatökum fyrir tímarit og fleira.

Um okkur

Hársnyrtistofan ZENZ Reykjavík er að Njálsgötu 11 í Reykjavík. Stofan er lífræn og umhverfisvæn, með vottun frá Grøn Salon í Danmörku. Vottunin staðfestir að á stofunni eru ekki notuð skaðleg efni sem geta verið ofnæmisvaldandi, hormónaraskandi eða krabbameinsvaldandi.

ZENZ Reykjavík er starfrækt í samstarfi við ZENZ Organic Hairdressing í Danmörku. ZENZ er umhverfisvæn hársnyrtikeðja sem vinnur að bættu vinnuumhverfi fyrir hársnyrta og bættri heilsu viðskiptavina um allan heim. Stofur undir merkjum ZENZ má finna í Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Bandaríkjunum, Hong Kong, Taívan og víðar.

.

Á stofunni notum við vörur frá ZENZ Organic Products, sem eru svansmerktar, ofnæmisprófaðar og sérhannaðar fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir kemískum efnum sem oft er að finna í hárvörum.

Sigríður, eigandi stofunnar, lærði á Monroe og er hársnyrtimeistari.  Hún hefur unnið í Bandaríkjunum og Hollandi og auk þess sótt námskeið í Danmörku, Bretlandi og víðar. Hún tók þátt í sýningunni Salon International í London fyrir hönd John Sahag og Anasazi. Hún vann í Þjóðleikhúsinu og hefur tekið þátt í alls kyns myndatökum fyrir tímarit og fleira.

Þjónusta

Hjá ZENZ Reykjavík bjóðum við alla hefðbundna hársnyrtiþjónustu.
Klipping, litun, strípur, aflitun, förðun, blástur og greiðslur fyrir öll tækifæri.
Öllum er velkomið að bóka hjá okkur tíma í ráðgjöf, endurgjaldslaust.
Litirnir sem við notum eru eiturefnalausir og innihalda ekki PPD.
Við erum einnig með lífræna jurtaliti (henna) frá ZENZ.
Allar veitingar hjá okkur eru lífrænar.

gallerí